PROJEKT_
ACT IN_OUT er samstarfsverkefni Fabryka Sztuki í Łódź, Sláturhússins á Egilsstöðum, norska dansleikhússins Carte Blanche í Björgvin og Visjoner-leikhússins í Osló. Viðburðir ACT IN_OUT fóru fram 2022 og 2023 og skiptust í þrennt: leikhús í umsjón Ola Shaya tónlist undir stjórn Basiu Neugebauer og listamannadvöl sem skipulögð var af Rafał Kołacki. Samhæfingarstjórn Íslands megin var í höndum Wiolu Ujazdowska.
Á vegum ACT IN_OUT fóru fram 22 tónleikar, sex listamannadvalir áttu sér stað og tvö glæný leikverk voru sköpuð. Þátttakendur í verkefninu heimsóttu þrjú lönd – Pólland, Ísland og Noreg.
Afrakstur verkefnisins var tekinn saman á fjórum netmálstofum í nóvember 2023. Stjórnendur og listafólk fengu tækifæri til að deila reynslu sinni hvert með öðru og með þeim gestum sem sýndu áhuga á að takast svo stórt verkefni á hendur í framtíðinni.
Þann 20. nóvember, í málstofunni „Listamannadvöl – er hún til einhvers?“, ræddu Wiola Ujazdowska, Rafał Kołacki, Joanna Skowrońska og Krzysztof Topolski um reynslu sína af því að vinna á glænýjum stöðum og reyna að finna innblástur í andrúmslofti hvers staðar – og um þá sköpunarmöguleika sem það býður upp á.
21. nóvember var haldin málstofan „Ljós og skuggar alþjóðlegra verkefna í tilfelli leikhúss og tónlistarflutnings.“ Annabelle Bonnéry, Erik Hillstadt, Tomasz Rodowicz og Ola Shaya sögðu frá reynslu sinni af því að vinna í norsku leikhúsi, með leikurum af ólíku þjóðerni og mismunandi menningarheimum, í tveimur rómuðum sýningum.
27. nóvember fór Sigtryggur Baldursson, fulltrúi Iceland Music stúdíósins, yfir „fyrirbærið íslenska tónlist“. Heimaland Bjarkar, múm, Of Monsters and Men og þess stórkostlega tónlistarfólks sem tók þátt í ACT IN_OUT var stjarna netmálstofunnar.
Hvatafólk ACT IN_OUT hitti líka fulltrúa ýmissa menningarstofnana til að ræða verkefnið frá sjónarhóli skipuleggjenda og fóru yfir vandamálin sem urðu á vegi þeirra og lögðu fram lausnir sem myndu auðvelda framkvæmd slíks verkefnis í framtíðinni.
ACT IN_OUT snerist um menningarleg og skapandi samskipti listafólks – en ekki eingöngu þeirra. Verkefnið var líka tækifæri fyrir stjórnendur í menningarstofnunum Póllands, Íslands og Noregs til að sjá hve svipaður rekstur slíkra stofnana er í ólíkum löndum. Breytileg formgerð, fjöldi stýrðra viðburða, ólíkar leiðir til að auglýsa þá, mismunandi jafnvægi milli vinnu og einkalífs – þetta kom allt við sögu í verkefninu, sem gerði að verkum að ACT IN_OUT varð viðburðarík, gefandi og ánægjuleg reynsla fyrir alla þátttakendur og áhorfendur sem fengu að njóta afraksturs vinnunnar – sem sjá má brot af í Skjalasafn.